Jarðlínan sérhæfir sig í öllu sem viðkemur rafstrengjum í jörðu, hvort sem er í lágspennu eða háspennu, ráðgjöf verkumsjón og eftirlit, eða gröftur, lagning og tengingar strengja.
Ársæll Freyr Hjálmsson er stofnandi og eigandi Jarðlínunar ehf. Hann er lærður rafvirkjameistari og svokallaður Raffræðingur A+B, auk þess að hafa setið ótal námskeið í tengingum, öryggismálum, stjórnun ofl.
Jarðlínan er fjölskyldufyrirtæki þar sem allir fjölskyldumeðlimir hafa lagt sitt á vogarskálarnar til að standa að farsælum rekstri.
Ársæll vann í tæp 20 ár hjá Orkuveitu Reykjavíkur, seinna Veitum og náði sér þar í nær alla sína reynslu og þekkingu í vinnu við jarðstrengi. Byrjaði sem nemi og sumarstarfsmaður í loftlínuflokkum og síðar rafvirki í tengingum og dreifistöðvavinnu, vaktmaður á Bilanavakt/Stjórnstöð, Verkstjóri vinnuflokka Rafveitu, Svæðisstjóri og Fageftirlitsmaður.