Við drögum
línu í sandinn

Jarðlínan tekur að sér allskonar verkefni og þjónustu tengda lögnum í jörðu, sjálf og með góðum samstarfsaðilum.

Þjónusta

Eftirlit í framkvæmdum

Eftirlit með frágangi og umgengni um jarðlagnir í útboðsverkum, byggingaframkvæmdum ofl. Rafstrengir, heitt vatn, kalt vatn og fjarskipti. Nýlagnir sem og að gæta að lögnum í rekstri á meðan framkvæmdum stendur.

Verkefnaumsjón

Umsjón og yfirsýn á verkum þar sem margir koma að lagningu ólíkra miðla.

Hönnun og ráðgjöf

Finnum lausnir á því hvernig hagstæðast er að koma lögnum í jörð milli A og B.

Jarðvinna og lagning

Gröftur, vélavinna og frágangur. Sjálf í minni verkum, en með aðstoð frábærra samstarfsaðila í umfangsmeiri verkum.

Raflagnir og tengingar

Réttindi til vinnu í háspennu og lágspennu, A og B löggilding. Sérhæfing í tengingum jarðstrengja 33kV – 400V.

Uppsetning og rekstur hleðslustöðva

Jarðlínan á og rekur nokkrar hleðslustöðvar sem aðgengilegar eru í e1 appinu (Eone). Setjum einnig upp stöðvar fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga

Samstarfs­aðilar

Um fyrirtækið

Jarðlínan sérhæfir sig í öllu sem viðkemur rafstrengjum í jörðu, hvort sem er í lágspennu eða háspennu, ráðgjöf verkumsjón og eftirlit, eða gröftur, lagning og tengingar strengja.

Ársæll Freyr Hjálmsson er stofnandi og eigandi Jarðlínunar ehf. Hann er lærður rafvirkjameistari og svokallaður Raffræðingur A+B, auk þess að hafa setið ótal námskeið í tengingum, öryggismálum, stjórnun ofl.

Jarðlínan er fjölskyldufyrirtæki þar sem allir fjölskyldumeðlimir hafa lagt sitt á vogarskálarnar til að standa að farsælum rekstri.

Ársæll vann í tæp 20 ár hjá Orkuveitu Reykjavíkur, seinna Veitum og náði sér þar í nær alla sína reynslu og þekkingu í vinnu við jarðstrengi. Byrjaði sem nemi og sumarstarfsmaður í loftlínuflokkum og síðar rafvirki í tengingum og dreifistöðvavinnu, vaktmaður á Bilanavakt/Stjórnstöð, Verkstjóri vinnuflokka Rafveitu, Svæðisstjóri og Fageftirlitsmaður.

Hafðu samband

Heyrðu í okkur og við sköpum lausnir í sameiningu.